Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Ashley Graham er ein þekktasta fyrirsæta heims. Vísir/getty/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s. Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.
Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira