Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja Arnar Helgi Lárusson skrifar 28. janúar 2021 10:00 Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar