Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja Arnar Helgi Lárusson skrifar 28. janúar 2021 10:00 Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun