Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. janúar 2021 21:31 Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stöð 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07