Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 16:05 Virði hlutabréfa GameStop hefur hækkað um rúm þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. AP/Nam Y. Huh Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs. Bandaríkin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs.
Bandaríkin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira