Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 16:05 Virði hlutabréfa GameStop hefur hækkað um rúm þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. AP/Nam Y. Huh Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs. Bandaríkin Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs.
Bandaríkin Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira