Verstu janúarútsölur frá árinu 2002 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 16:02 Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Vísir/vilhelm Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002. Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl. Verslun Verðlag Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl.
Verslun Verðlag Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira