Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu en tilkynning barst um slysið barst klukkan 8.13.
„Þar féll karlmaður á sjötugsaldri af reiðhjóli og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans, en maðurinn lést á spítalanum tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram.
Þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um slysið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is“