Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:42 Verkstjóri Vegagerðarinnar óttast að stíflur hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. Lögreglan á Norðurlandi eystra Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn. Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04