Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:30 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“ Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“
Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40