„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:30 Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannréttindi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun