Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 23:04 Repúblikanarnir sem greiddu atkvæði á móti frávísunartillögunni eru allir þekktir fyrir að vera gagnrýnendur Trump. Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“