Snorri heillaði dómnefndina upp úr skónum í kólumbíska X-Factor Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Snorri kom til Kólumbíu fyrir fjórum árum. Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson tekur þátt í kólumbíska X-Factor og virðist ætla standa sig vel til að byrja með eins og sést í myndbandi á YouTube en þættirnir byrjuðu seint á síðasta ári. Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira