Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 06:38 Þingmenn fulltrúadeildarinnar fara hér með ákæruna yfir til öldungadeildarinnar til að afhenda hana formlega. Getty/Samuel Corum Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira