„Eftir sautján klukkustunda göngu upp frá grunnbúðunum og næstum alla leið að þriðju búðum ákváðum við að stoppa og hvíla okkur. Á þeim tíma var okkur ljóst að mikill vindur skall á fyrr en búist var við,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra.
Bakpoki eins ferðafélagans, Ali, hafi fokið og sprungið í morgun þegar þeir voru að pakka saman tjaldi. Þeim hafi þó tekist að bjarga hluta búnaðarins úr bakpokanum en súrefnisgrímurnar töpuðust sem þeir þurfa á að halda til að komast á toppinn.
„Okkur líður vel og erum þegar byrjuð að skipuleggja næstu brottför á toppinn. Glugginn sem við horfum til er 3. – 5. Febrúar. Ali og sonur hans Sajid eru frábærir ferðafélagar í fjallinu, þeir eru virkilega sterkir og öruggir,“ segir John Snorri ennfremur í færslunni.