Íbúinn útskrifaður af slysadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:48 Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum. Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum.
Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55