„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 16:59 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast hér í Seinni bylgjunni en þeir voru töluvert alvarlegri í HM stofu dagsins á RÚV. Stöð 2 Sport Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08