Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. janúar 2021 16:20 Eitt gatið á rúðu á skrifstofu Samfylkingarinnar. Vísir/SigurjónÓ Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum. Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26
Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45