Höfuðstór horrengla Guðmundur Gunnarsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar