Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 12:42 Alexei Navalní í mótmælum í Moskvu árið 2018. AP/Evgeny Feldman Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30