Innlent

Rósa Björk vill leiða lista Sam­fylkingarinnar í Kraganum

Atli Ísleifsson skrifar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður. Vísir/Vilhelm

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Rósa Björk segir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla skömmu fyrir hádegi. Hún segist þekkja það kjördæmi vel enda þingmaður þess frá 2016.

„Ég hef fulla trú á að stefna og sýn Samfylkingarinnar eigi mikinn hljómgrunn hjá kjósendum í Suðvesturkjördæmi, sem og annars staðar og mun ég leggja mig alla fram um að vinna vel í þágu þeirra, nú sem áður. Ég hlakka til að takast á við krefjandi en spennandi verkefni á næsta kjörtímabili,“ segir Rósa Björk.

Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri græna í þingkosningunum 2016 og aftur 2017 sagði skilið við þingflokkinn fyrr á árinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar.

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður leiddi lista Samfylkingarinnar í Kraganum í kosningunum 2017.


Tengdar fréttir

Rósa Björk til liðs við þing­flokk Sam­fylkingarinnar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×