„Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2021 11:00 Soffía Dögg fer af stað með næstu þáttaröð af Skreytum hús í mars. „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. „Það er á vissan hátt þægilegt að fólk viti betur hvað við erum að fara að gera og treysti því enn betur ferlinu. Það er komin reynsla á þetta og maður lærir af hverju einasta verkefni, þannig að ég treysti bara alveg á að þetta verði alltaf betra og betra,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Vísi í vetur og hlaut mjög góð viðbrögð. „Allt ferlið var ótrúlega skemmtilegt og þetta gekk allt bara mjög vel. Af einhverjum ástæðum fannst mér þetta ekkert vera „erfitt“ eða stressandi, ég var bara meira spennt og bara hlakkaði til þess að takast á við hvert rými. Svo var ég svo heppin að þátttakendur voru hver öðrum skemmtilegri og ég naut þess í botn að finna út með þeim hvað væri sem „vantaði“ til þess að gera plássin þeirra eins og þau vildu helst hafa þau.“ Kvörtunarbréf frá ungum aðdáendum Soffía segir að viðbrögðin við þáttunum hafi verið ótrúlega jákvæð og dásamleg. Hún hefur í mörg ár haldið úti síðunni Skreytum hús og samnefndum Facebook hópum og Instagram síðu en þetta var hennar fyrsti þáttur. „Það rigndi yfir mig skemmtilegum skilaboðum frá fólki sem var að hafa virkilega gaman að og eina kvörtunarefnið sem ég heyrði af, var að sumir vildu hafa þættina lengri. Þannig að við lítum á svoleiðis kvartanir sem hrós,“ segir Soffía og hlær. Í fyrsta þætti af Skreytum hús breytti Soffía Dögg Garðarsdóttir fallegu rými í risíbúð í Reykjavík. Skreytum hús „Ég held að það sem kom mér kannski langmest á óvart var það hversu margir krakkar voru að hrífast með.Það var ótrúlega skemmtilegt að finna fyrir og sjá. Ég á orðið unga aðdáendur hér og þar. Ein góð vinkona mín á barnabarn sem er búinn að ákveða það alveg að ég er besta frænka hans, sem ég er að sjálfsögðu orðin og hann er sennilegast besti auglýsandinn minn. Segir öllum sem hann hittir að þeir verði að horfa á þættina Skreytum Hús. Eins fékk ég myndbandupptökur frá krökkum að horfa á, alveg alsæl og sömuleiðis bréf frá ungum krökkum sem „kvörtuðu“ yfir frammistöðu foreldra sinna í herbergisskreytingamálum. Mér fannst þetta allt svo skemmtilegt.“ Erfitt að bíða eftir myndavélunum Í hverjum þætti tók Soffía Dögg fyrir eitt verkefni þar sem einu eða fleirum rýmum var breytt og þau skreytt eins og henni einni er lagið. Hún á erfitt með að velja hvaða breyting var skemmtilegust. „Það er náttúrulega ekki hægt að gera upp á milli „barnanna sinna“. Hvert rými hafði alveg hundrað prósent sinn sjarma og eins og áður sagði voru þátttakendur yndislegir og þess vegna var þetta svona skemmtilegt. En hins vegar þykir mér ótrúlega vænt um Hlaðgerðakotsbreytinguna, því að maður fann svo vel hvað þörfin var mikil. Að fá að koma að slíku er alveg ómetanlegt.“ Soffía viðurkennir að það hafi alltaf verið áskorun að stoppa sig af og þurfa að bíða með að byrja þangað til myndavélarnar voru farnar að rúlla. „Ég er alveg þannig að þegar verkið liggur fyrir og öll púslin eru á borðinu, þá vil ég bara byrja strax. En maður lærir fljótt að það er betra að hinkra, og það er alveg nauðsynlegt að kveikja að minnsta kosti þrisvar sinnum á hverjum lampa, svo að rétt skot náist.“ Með þáttaröð tvö af Skreytum hús er að langmestu leyti verið að halda áfram undir sömu formerkjum. „Þetta var að virka vel og snillingarnir hjá Obbosí sem leikstýra og klippa þættina til eru alveg geggjaðir. Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna með þeim og þeir eiga svo mikinn heiður skilið fyrir hvernig þeir gerðu þetta allt saman. Maður lærir fljótt að það skiptir öllu máli að vinna með góðu fólki.“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn hjónaherbergi í Hafnarfirði í þriðja þætti af Skreytum hús.Skreytum hús Eitthvað sem grípur augað Soffía lærði ýmislegt af fyrstu þáttaröðinni og fékk líka ábendingu sem hún er að íhuga að taka til greina fyrir nýju þættina. „Dóttir mín segir að ég þurfi að minnka aðeins foreldrabrandarana eða pabbabrandarana,“ segir Soffía og hlær. „Eins og þegar ég hélt á fíl og sagðist fíla hann.“ Tekið er á móti umsóknum fyrir nýju þáttaröðina á netfangið skreytumhus@stod2.is og leggur Soffía mikla áherslu á að fólk sendi myndir með af rýminu því það auðveldar allt ferlið. En hverjir geta tekið þátt? „Þeir sem eru með pláss sem þeir þurfa að fá hjálp með og hafa vilja að vera í mynd. Það er nefnilega þannig að það fylgir sjónvarpsþáttum að þurfa að koma fram og myndavélin þarf að vera vinur þinn. Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð, stundum þarf bara glöggt gestauga til þess að sjá eitthvað út. En það er oft þannig að bara um leið og ég sé mynd af rými, þá sé ég það bara fyrir mér hvernig ég myndi hafa þetta, þannig að myndir eru sterkasta leiðin til þess að ná í gegn.“ Soffía fékk það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi í öðrum þætti af Skreytum hús.Skreytum hús Ástríðan orðin að atvinnu Tökurnar fara fram í febrúar og mars. Aðspurð hvað fólk ætti að vita áður en það sækir um svarar Soffía glottandi að þetta sé eins og að fá fellibylinn Soffíu inn í hús. Umsækjendur eigi að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir í framkvæmdir, því það lendi alltaf eitthvað á heimilisfólkinu hvort sem það er að mála eða annað. Þættirnir fara í loftið í lok mars og verða sýndir vikulega hér á Vísi og Stöð 2+ sem var áður Maraþon. „Ég er bara ótrúlega þakklát fyrir alla þessa dásamlegu hlýju og jákvæðni sem ég mæti frá fólki.Að ókunnugir gefi sér tíma til þess að stoppa mann og hrósa er bara alls ekki sjálfgefið,“ segir Soffía. „Ég bý líka svo vel að fyrirtækin sem ég er að vinna með í þessu eru búin að vera með mér í samstarfi í langan tíma og það er bara magnað að fá tækifæri til þess að samtvinna þetta allt saman og að fegrun heimilis, sem hefur verið mitt áhugamál og ástríða frá því að ég man eftir mér, sé orðið að atvinnu minni, og núna sjónvarpsþáttum – það er bara magnað. Ég er enn að vinna þetta eins og ég gert frá upphafi, að finna ódýrar en sniðugar lausnir, að endurnýta og endurvinna gamalt og bara umfram allt að finna það fallega í því sem er í kringum okkur. Þannig að áður en þetta fer allt saman í gang, þá langar mig bara að segja aftur takk fyrir. Takk fyrir að lesa inni á www.skreytumhus.is, að horfa á þættina og Instagram, að skrifa mér falleg skilaboð og bara almennt að umlykja mig í þeirri sannfæringu að það er svo mikið til af góðu fólki í kringum mann,“ segir Soffía að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari þáttaröð geta sent tölvupóst með myndum af rýminu á netfangið skreytumhus@stod2.is. Skreytum hús Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00 Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það er á vissan hátt þægilegt að fólk viti betur hvað við erum að fara að gera og treysti því enn betur ferlinu. Það er komin reynsla á þetta og maður lærir af hverju einasta verkefni, þannig að ég treysti bara alveg á að þetta verði alltaf betra og betra,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Vísi í vetur og hlaut mjög góð viðbrögð. „Allt ferlið var ótrúlega skemmtilegt og þetta gekk allt bara mjög vel. Af einhverjum ástæðum fannst mér þetta ekkert vera „erfitt“ eða stressandi, ég var bara meira spennt og bara hlakkaði til þess að takast á við hvert rými. Svo var ég svo heppin að þátttakendur voru hver öðrum skemmtilegri og ég naut þess í botn að finna út með þeim hvað væri sem „vantaði“ til þess að gera plássin þeirra eins og þau vildu helst hafa þau.“ Kvörtunarbréf frá ungum aðdáendum Soffía segir að viðbrögðin við þáttunum hafi verið ótrúlega jákvæð og dásamleg. Hún hefur í mörg ár haldið úti síðunni Skreytum hús og samnefndum Facebook hópum og Instagram síðu en þetta var hennar fyrsti þáttur. „Það rigndi yfir mig skemmtilegum skilaboðum frá fólki sem var að hafa virkilega gaman að og eina kvörtunarefnið sem ég heyrði af, var að sumir vildu hafa þættina lengri. Þannig að við lítum á svoleiðis kvartanir sem hrós,“ segir Soffía og hlær. Í fyrsta þætti af Skreytum hús breytti Soffía Dögg Garðarsdóttir fallegu rými í risíbúð í Reykjavík. Skreytum hús „Ég held að það sem kom mér kannski langmest á óvart var það hversu margir krakkar voru að hrífast með.Það var ótrúlega skemmtilegt að finna fyrir og sjá. Ég á orðið unga aðdáendur hér og þar. Ein góð vinkona mín á barnabarn sem er búinn að ákveða það alveg að ég er besta frænka hans, sem ég er að sjálfsögðu orðin og hann er sennilegast besti auglýsandinn minn. Segir öllum sem hann hittir að þeir verði að horfa á þættina Skreytum Hús. Eins fékk ég myndbandupptökur frá krökkum að horfa á, alveg alsæl og sömuleiðis bréf frá ungum krökkum sem „kvörtuðu“ yfir frammistöðu foreldra sinna í herbergisskreytingamálum. Mér fannst þetta allt svo skemmtilegt.“ Erfitt að bíða eftir myndavélunum Í hverjum þætti tók Soffía Dögg fyrir eitt verkefni þar sem einu eða fleirum rýmum var breytt og þau skreytt eins og henni einni er lagið. Hún á erfitt með að velja hvaða breyting var skemmtilegust. „Það er náttúrulega ekki hægt að gera upp á milli „barnanna sinna“. Hvert rými hafði alveg hundrað prósent sinn sjarma og eins og áður sagði voru þátttakendur yndislegir og þess vegna var þetta svona skemmtilegt. En hins vegar þykir mér ótrúlega vænt um Hlaðgerðakotsbreytinguna, því að maður fann svo vel hvað þörfin var mikil. Að fá að koma að slíku er alveg ómetanlegt.“ Soffía viðurkennir að það hafi alltaf verið áskorun að stoppa sig af og þurfa að bíða með að byrja þangað til myndavélarnar voru farnar að rúlla. „Ég er alveg þannig að þegar verkið liggur fyrir og öll púslin eru á borðinu, þá vil ég bara byrja strax. En maður lærir fljótt að það er betra að hinkra, og það er alveg nauðsynlegt að kveikja að minnsta kosti þrisvar sinnum á hverjum lampa, svo að rétt skot náist.“ Með þáttaröð tvö af Skreytum hús er að langmestu leyti verið að halda áfram undir sömu formerkjum. „Þetta var að virka vel og snillingarnir hjá Obbosí sem leikstýra og klippa þættina til eru alveg geggjaðir. Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna með þeim og þeir eiga svo mikinn heiður skilið fyrir hvernig þeir gerðu þetta allt saman. Maður lærir fljótt að það skiptir öllu máli að vinna með góðu fólki.“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn hjónaherbergi í Hafnarfirði í þriðja þætti af Skreytum hús.Skreytum hús Eitthvað sem grípur augað Soffía lærði ýmislegt af fyrstu þáttaröðinni og fékk líka ábendingu sem hún er að íhuga að taka til greina fyrir nýju þættina. „Dóttir mín segir að ég þurfi að minnka aðeins foreldrabrandarana eða pabbabrandarana,“ segir Soffía og hlær. „Eins og þegar ég hélt á fíl og sagðist fíla hann.“ Tekið er á móti umsóknum fyrir nýju þáttaröðina á netfangið skreytumhus@stod2.is og leggur Soffía mikla áherslu á að fólk sendi myndir með af rýminu því það auðveldar allt ferlið. En hverjir geta tekið þátt? „Þeir sem eru með pláss sem þeir þurfa að fá hjálp með og hafa vilja að vera í mynd. Það er nefnilega þannig að það fylgir sjónvarpsþáttum að þurfa að koma fram og myndavélin þarf að vera vinur þinn. Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð, stundum þarf bara glöggt gestauga til þess að sjá eitthvað út. En það er oft þannig að bara um leið og ég sé mynd af rými, þá sé ég það bara fyrir mér hvernig ég myndi hafa þetta, þannig að myndir eru sterkasta leiðin til þess að ná í gegn.“ Soffía fékk það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi í öðrum þætti af Skreytum hús.Skreytum hús Ástríðan orðin að atvinnu Tökurnar fara fram í febrúar og mars. Aðspurð hvað fólk ætti að vita áður en það sækir um svarar Soffía glottandi að þetta sé eins og að fá fellibylinn Soffíu inn í hús. Umsækjendur eigi að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir í framkvæmdir, því það lendi alltaf eitthvað á heimilisfólkinu hvort sem það er að mála eða annað. Þættirnir fara í loftið í lok mars og verða sýndir vikulega hér á Vísi og Stöð 2+ sem var áður Maraþon. „Ég er bara ótrúlega þakklát fyrir alla þessa dásamlegu hlýju og jákvæðni sem ég mæti frá fólki.Að ókunnugir gefi sér tíma til þess að stoppa mann og hrósa er bara alls ekki sjálfgefið,“ segir Soffía. „Ég bý líka svo vel að fyrirtækin sem ég er að vinna með í þessu eru búin að vera með mér í samstarfi í langan tíma og það er bara magnað að fá tækifæri til þess að samtvinna þetta allt saman og að fegrun heimilis, sem hefur verið mitt áhugamál og ástríða frá því að ég man eftir mér, sé orðið að atvinnu minni, og núna sjónvarpsþáttum – það er bara magnað. Ég er enn að vinna þetta eins og ég gert frá upphafi, að finna ódýrar en sniðugar lausnir, að endurnýta og endurvinna gamalt og bara umfram allt að finna það fallega í því sem er í kringum okkur. Þannig að áður en þetta fer allt saman í gang, þá langar mig bara að segja aftur takk fyrir. Takk fyrir að lesa inni á www.skreytumhus.is, að horfa á þættina og Instagram, að skrifa mér falleg skilaboð og bara almennt að umlykja mig í þeirri sannfæringu að það er svo mikið til af góðu fólki í kringum mann,“ segir Soffía að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari þáttaröð geta sent tölvupóst með myndum af rýminu á netfangið skreytumhus@stod2.is.
Skreytum hús Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00 Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30 Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri „Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum. 8. desember 2020 07:00
Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. 1. desember 2020 09:30
Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30
Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30