Engin ein ákveðin skýring á slöku gengi Íslands á HM samkvæmt Ásgeiri Erni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 13:30 Ásgeir Örn er ekki bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leik kvöldsins hjá íslenska landsliðinu þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður átekta. Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00