Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 18:32 Innlend verslun og kortavelta jókst á síðasta ári þrátt fyrir áhrif heimsfaraldurs. Vísir/vilhelm Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Hlutfall fyrirtækja sem voru ný á vanskilaskrá lækkaði úr 4,8% á árinu 2019 í 3,3% á síðasta ári. Á sama tíma fór hlutfall einstaklinga sem fóru inn á vanskilaskrá úr 1,93% í 1,56%. Þetta kemur fram í greiningu Creditinfo. Veiting greiðslufrests var hluti af aðgerðum stjórnvalda og lánastofnana til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki myndu lenda í fjárhagslegum erfiðleikum vegna tekjufalls og annarra efnahagslegra áhrifa faraldursins. „Flestar lánastofnanir hafa veitt greiðslufresti eða önnur úrræði til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa séð fram á tekjumissi vegna faraldursins og það veldur því óhjákvæmilega að færri skráningar verða hjá einstaklingum og fyrirtækjum á vanskilaskrá,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Haft er eftir honum á vef fyrirtækisins að faraldurinn hafi einnig haft í för með sér breyttar neysluvenjur einstaklinga með fækkun utanlandsferða. Mátti bæði sjá aukningu í framkvæmdum á heimilum á síðasta ári og aukningu í kortaveltu, þrátt fyrir ástandið. Hlutabótaleiðin, lækkun meginvaxta Seðlabankans og brúarlán til fyrirtækja hafi einnig mildað það efnahagslega áfall sem hlaust af faraldrinum. Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Hlutfall fyrirtækja sem voru ný á vanskilaskrá lækkaði úr 4,8% á árinu 2019 í 3,3% á síðasta ári. Á sama tíma fór hlutfall einstaklinga sem fóru inn á vanskilaskrá úr 1,93% í 1,56%. Þetta kemur fram í greiningu Creditinfo. Veiting greiðslufrests var hluti af aðgerðum stjórnvalda og lánastofnana til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki myndu lenda í fjárhagslegum erfiðleikum vegna tekjufalls og annarra efnahagslegra áhrifa faraldursins. „Flestar lánastofnanir hafa veitt greiðslufresti eða önnur úrræði til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa séð fram á tekjumissi vegna faraldursins og það veldur því óhjákvæmilega að færri skráningar verða hjá einstaklingum og fyrirtækjum á vanskilaskrá,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Haft er eftir honum á vef fyrirtækisins að faraldurinn hafi einnig haft í för með sér breyttar neysluvenjur einstaklinga með fækkun utanlandsferða. Mátti bæði sjá aukningu í framkvæmdum á heimilum á síðasta ári og aukningu í kortaveltu, þrátt fyrir ástandið. Hlutabótaleiðin, lækkun meginvaxta Seðlabankans og brúarlán til fyrirtækja hafi einnig mildað það efnahagslega áfall sem hlaust af faraldrinum.
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira