Hálendisþjóðgarður og náttúruverndarrökin Jón Jónsson skrifar 21. janúar 2021 16:01 Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun