Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 11:29 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill að allt að 35 prósenta hlutur verði seldur í Íslandsbanka með tilteknum skilyrðum um söluna og eignarhaldið. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira