Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 09:03 Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs HÍ (t.h.), segir að mest tjón hafi orðið á Gimli og Háskólatorgi. Mynd innan úr síðarnefndu byggingunni sést til vinstri. Samsett/Arnar/HÍ Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans. Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans.
Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38
Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26