Erlent

Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar njóta áfram verndar leyniþjónustunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ivanka Trump, dóttir og náin samstarfskona Donald Trump, maður hennar Jared Kushner og börn þeirra tóku þátt í kveðjuathöfn í dag en Donald Trump tók ekki þátt í innsetningarathöfn Joe Biden, heldur snéri til Flórída eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun. 
Ivanka Trump, dóttir og náin samstarfskona Donald Trump, maður hennar Jared Kushner og börn þeirra tóku þátt í kveðjuathöfn í dag en Donald Trump tók ekki þátt í innsetningarathöfn Joe Biden, heldur snéri til Flórída eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.  EPA/Stefani Reynolds

Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar munu áfram njóta þjónustu leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem áfram mun annast öryggisgæslu fjölskyldunnar, nú eftir að Donald Trump hefur lokið tíð sinni í embætti forseta Bandaríkjanna.

Trump óskaði eftir því nokkrum dögum áður en embættistíð hans lauk að fjölskylda hans muni áfram njóta verndar leyniþjónustunnar, þeim að kostnaðar lausu, í sex mánuði til viðbótar. Forsetinn fyrrverandi mun hafa undirritað tilskipun þess efnis að því er Washington Post greinir frá, en tilskipunin nær til þrettán fjölskyldumeðlima sem ekki eiga sjálfkrafa rétt á áframhaldandi öryggisgæslu í boði leyniþjónustunnar.

Samkvæmt lögum eru Donald Trump, eiginkona hans Melania og fjórtán ára sonur þeirra þau einu sem ættu að eiga rétt á áframhaldandi þjónustu leyniþjónustunnar eftir að embættistíð hans er lokið. Sem fyrrverandi forseti á Trump rétt á gæslu út alla sína lífstíð og kona hans sömuleiðis, en sonur þeirra aðeins þar til hann nær sextán ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×