„Vildi óska að ég gæti veitt þeim miklu meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2021 10:35 María Ósk greindist með geðhvarfasýki árið 2014. Í síðustu viku skrifaði María Ósk Jónsdóttir færslu á Facebook þar sem hún biður um hjálp. Hún hefur þurft á tannviðgerð í lengri tíma, finnur fyrir gríðarlegum verkjum næstum daglega en getur ekki stöðu sinnar vegna leyft sér að fara til tannlæknis. María er öryrki eftir að hafa greinst með geðhvarfasýki. Sindri Sindrason hitti Maríu og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 44 ára og eignaðist mitt fyrsta barn 21 árs og á fjögur börn í dag frá átta ára til 24 ára. Ég fór í gegnum Viðskipta og tölvuskólann og lærði bókhald og hef unnið mestmegnis við skrifstofustörf,“ segir María Ósk en lífið átti að fara í allt aðra átt þegar hún lagði af stað. Hún hafði lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni en María ætlaði ekki að láta það stoppa sig. María og barnsfaðir hennar fara í sitthvora áttina en árið 2014 greinist hún með geðhvarfasýki. „Þá er ég lögð inn í fyrsta skipti og hef verið lögð inn fjórtán sinnum en blessunarlega laus við það síðan september 2019,“ segir María og bætir við að eins og hjá öðrum sem greinast með þennan sjúkdóm gerir hann ekki boð á undan sér. Vildi ekki viðurkenna sjúkdóminn fyrst „Þetta var svolítill aðdragandi en ég var heppin að ég lenti á góðum geðlækni sem leiðbeindi mér í gegnum þetta. Ég viðurkenndi það ekki fyrst að ég væri með geðhvarfasýki og fannst það voðalega erfitt en er svona í dag nokkurn veginn búin að læra lifa með sjúkdóminum.“ Í fyrsta skipti sem hún rankaði við sér inni á geðdeild hafði hún verið vakandi í nokkra daga, komin með ranghugmyndir og ofheyrnir og var hún nauðungarvistuð. Hún segist hafa óttast mikið hvað yrði um börnin hennar. „Það var fjölskylda á Hvammstanga sem hjálpaði mér mjög mikið og var ég með stuðningsfjölskyldu þar og á tímabili þurftu börnin mín að fara þangað.“ María á fjögur börn og vildi óska þess að hún gæti gert meira fyrir þau. Í dag kann María að greina merkin þegar henni finnst hún vera veikjast. Hún hefur átt í vandræðum með að komast aftur á vinnumarkaðinn. „Ég reyndi fyrir tveimur árum og það var bara of mikið álag og ég hreinlega brotlenti og fór í maníu og þetta gekk ekki upp. Það er heldur ekki auðvelt að finna vinnu með geðhvarfasýki og fólk tekur manni ekkert alltaf vel og það eru alveg fordómar.“ Hún segir að viðhorf fólks hafi samt sem áður breyst mjög mikið í þessum málum enda umræðan í fjölmiðlum mun meiri í dag en hún var áður. María segist ekki vita hvað hafi orðið til þess að hún hafi fengið þennan sjúkdóm en áföll í gegnum tíðina hafi mögulega spilað stórt hlutverk, enda hafa þau verið nokkur. Á unglingsaldri lenti hún í bílslysi þar sem tennur hennar brotnuðu, en einnig nef og handleggur. Þá var hún í ofbeldissambandi á yngri árum og var henni nauðgað. Hún missti einnig fóstur á einum tímapunkti og hefur hún einnig gengið í gegnum fleiri erfiða hluti sem hún treysti sér ekki til að ræða. Hún segist ekki hafa unnið nægilega mikið úr þeim áföllum. Ekkert lúxuslíf „Ég er búin að sækja um í áfallastreitumeðferð og er að bíða eftir að komast inn þar til að vinna úr þeim málum,“ segir María sem telur að öll þessi áföll hafi ýtt undir hennar sjúkdóm. Eins og áður segir er María örykri. „Ég lifi ekkert lúxuslífi sko og þetta er alveg erfitt,“ segir María sem fær um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Þá á hún eftir að borga leigu. Yngstu börnin þrjú. „Ég þarf að borga mat fyrir krakkana í skólanum, borga rafmagn og hita og frístundir. Það skiptir mig miklu máli að þau séu í frístundum. Stelpan er í dansi og strákurinn á tölvunámskeiði og það kostar sitt. Ég næ að ná endum saman, ég rétt næ því en þarf að fara rosalega varlega.“ Hún segir að það megi í raun ekkert koma upp á og hefur hún neitað sér um að fara til tannlæknis og hefur hún ekki geta leyft sér það síðan árið 2014. „Ég er búin að missa sjö tennur og er með mikið af skemmdum og það þarf að rótafylla. Tannlæknakostnaðurinn er í kringum 2,8 milljónir sem er engan veginn hægt að kljúfa. Ég er með mikla tannpínu, kannski ekki alltaf en ég vaknaði t.d. klukkan hálf fjögur í nótt til að taka verkjalyf því mér leið svo illa.“ Getur ekki veitt þeim það sem hún vill Hún segist hafa skrifað færsluna á Facebook þar sem hún var orðin algjörlega ráðþrota. „Það var mjög erfitt að skrifa þetta og ekki auðvelt að biðja um hjálp.“ Verst þykir henni að geta ekki gefið börnunum sínum hluti eins og einfalda bíóferð. „Það finnst mér ömurlegt og vildi óska að ég gæti veitt þeim miklu meira. Þau horfa á aðra krakka fá hluti sem ég get ekki veitt þeim. Ég er ekki að sjá að ég geti farið með börnin mín til útlanda og get ekki verið að kaupa nýjustu og flottustu skóna, nýjustu tækin og tól.“ Hún segist frekar vera döpur yfir þessu öllu en stundum verður hún reið. „Af hverju þurfti ég að fá þennan sjúkdóm? Af hverju þarf þetta að vera svona hjá mér.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Styrktarreikningur Maríu: Reikningsnúmer: 301-26-311076 Kennitala: 311076-4859 Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
María er öryrki eftir að hafa greinst með geðhvarfasýki. Sindri Sindrason hitti Maríu og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 44 ára og eignaðist mitt fyrsta barn 21 árs og á fjögur börn í dag frá átta ára til 24 ára. Ég fór í gegnum Viðskipta og tölvuskólann og lærði bókhald og hef unnið mestmegnis við skrifstofustörf,“ segir María Ósk en lífið átti að fara í allt aðra átt þegar hún lagði af stað. Hún hafði lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni en María ætlaði ekki að láta það stoppa sig. María og barnsfaðir hennar fara í sitthvora áttina en árið 2014 greinist hún með geðhvarfasýki. „Þá er ég lögð inn í fyrsta skipti og hef verið lögð inn fjórtán sinnum en blessunarlega laus við það síðan september 2019,“ segir María og bætir við að eins og hjá öðrum sem greinast með þennan sjúkdóm gerir hann ekki boð á undan sér. Vildi ekki viðurkenna sjúkdóminn fyrst „Þetta var svolítill aðdragandi en ég var heppin að ég lenti á góðum geðlækni sem leiðbeindi mér í gegnum þetta. Ég viðurkenndi það ekki fyrst að ég væri með geðhvarfasýki og fannst það voðalega erfitt en er svona í dag nokkurn veginn búin að læra lifa með sjúkdóminum.“ Í fyrsta skipti sem hún rankaði við sér inni á geðdeild hafði hún verið vakandi í nokkra daga, komin með ranghugmyndir og ofheyrnir og var hún nauðungarvistuð. Hún segist hafa óttast mikið hvað yrði um börnin hennar. „Það var fjölskylda á Hvammstanga sem hjálpaði mér mjög mikið og var ég með stuðningsfjölskyldu þar og á tímabili þurftu börnin mín að fara þangað.“ María á fjögur börn og vildi óska þess að hún gæti gert meira fyrir þau. Í dag kann María að greina merkin þegar henni finnst hún vera veikjast. Hún hefur átt í vandræðum með að komast aftur á vinnumarkaðinn. „Ég reyndi fyrir tveimur árum og það var bara of mikið álag og ég hreinlega brotlenti og fór í maníu og þetta gekk ekki upp. Það er heldur ekki auðvelt að finna vinnu með geðhvarfasýki og fólk tekur manni ekkert alltaf vel og það eru alveg fordómar.“ Hún segir að viðhorf fólks hafi samt sem áður breyst mjög mikið í þessum málum enda umræðan í fjölmiðlum mun meiri í dag en hún var áður. María segist ekki vita hvað hafi orðið til þess að hún hafi fengið þennan sjúkdóm en áföll í gegnum tíðina hafi mögulega spilað stórt hlutverk, enda hafa þau verið nokkur. Á unglingsaldri lenti hún í bílslysi þar sem tennur hennar brotnuðu, en einnig nef og handleggur. Þá var hún í ofbeldissambandi á yngri árum og var henni nauðgað. Hún missti einnig fóstur á einum tímapunkti og hefur hún einnig gengið í gegnum fleiri erfiða hluti sem hún treysti sér ekki til að ræða. Hún segist ekki hafa unnið nægilega mikið úr þeim áföllum. Ekkert lúxuslíf „Ég er búin að sækja um í áfallastreitumeðferð og er að bíða eftir að komast inn þar til að vinna úr þeim málum,“ segir María sem telur að öll þessi áföll hafi ýtt undir hennar sjúkdóm. Eins og áður segir er María örykri. „Ég lifi ekkert lúxuslífi sko og þetta er alveg erfitt,“ segir María sem fær um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Þá á hún eftir að borga leigu. Yngstu börnin þrjú. „Ég þarf að borga mat fyrir krakkana í skólanum, borga rafmagn og hita og frístundir. Það skiptir mig miklu máli að þau séu í frístundum. Stelpan er í dansi og strákurinn á tölvunámskeiði og það kostar sitt. Ég næ að ná endum saman, ég rétt næ því en þarf að fara rosalega varlega.“ Hún segir að það megi í raun ekkert koma upp á og hefur hún neitað sér um að fara til tannlæknis og hefur hún ekki geta leyft sér það síðan árið 2014. „Ég er búin að missa sjö tennur og er með mikið af skemmdum og það þarf að rótafylla. Tannlæknakostnaðurinn er í kringum 2,8 milljónir sem er engan veginn hægt að kljúfa. Ég er með mikla tannpínu, kannski ekki alltaf en ég vaknaði t.d. klukkan hálf fjögur í nótt til að taka verkjalyf því mér leið svo illa.“ Getur ekki veitt þeim það sem hún vill Hún segist hafa skrifað færsluna á Facebook þar sem hún var orðin algjörlega ráðþrota. „Það var mjög erfitt að skrifa þetta og ekki auðvelt að biðja um hjálp.“ Verst þykir henni að geta ekki gefið börnunum sínum hluti eins og einfalda bíóferð. „Það finnst mér ömurlegt og vildi óska að ég gæti veitt þeim miklu meira. Þau horfa á aðra krakka fá hluti sem ég get ekki veitt þeim. Ég er ekki að sjá að ég geti farið með börnin mín til útlanda og get ekki verið að kaupa nýjustu og flottustu skóna, nýjustu tækin og tól.“ Hún segist frekar vera döpur yfir þessu öllu en stundum verður hún reið. „Af hverju þurfti ég að fá þennan sjúkdóm? Af hverju þarf þetta að vera svona hjá mér.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Styrktarreikningur Maríu: Reikningsnúmer: 301-26-311076 Kennitala: 311076-4859
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira