Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og algjör lykilmaður í liðinu. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30