Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda. Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda.
Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira