Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:05 Samkvæmt núgildandi lögum getur fólk búist við að fá að minnsta kosti sekt fyrir vörslu lítilla skammta af ólöglegum vímuefnum. Það getur jafnvel hlotið dóm og lent á sakaskrá. VísirVilhelm Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. Áformin eru í samræmi við þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir yfirstandandi þing og til breytinga á lögum um ávana- og fíkinefni frá árinu 1974. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir breyttum áherslum í málaflokknum og var frumvarp hennar um neyslurými fyrir fólk sem sprautar fíkniefnum í æð samþykkt á Alþingi í fyrra. Í skýringum um lögleiðingu neysluskammta segir í samráðsgáttinni: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir breytingum í átt til skaðaminnkunar í ávana- og fíkniefnamálum í ráðherratíð sinni.Vísir/Vilhelm „Á undanförnum áratug hefur orðið vart við viðhorfsbreytingu í vímuefnamálum á heimsvísu þar sem efasemdir um gagnsemi hinnar alþjóðlegu baráttu gegn vímuefnum hefur farið vaxandi. Áhrifa þessara viðhorfsbreytinga hefur einnig orðið vart hér á landi og undanfarin ár hefur afglæpavæðing neysluskammta verið áberandi í samfélagsumræðu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þess getið að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Mikilvægt er að leggja áherslu á skaðaminnkun og að draga úr neyslu- og fíknivanda.“ Refsistefnan hefur ekki virkað Einn liður í því sé að líta á neytendur ávana- og fíkniefna sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Skaðaminnkun gagnist fólki sem noti vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Samkvæmt núgildandi lögum ber lögreglu að sekta og eftir atvikum ákæra fólk fyrir vörslu ólöglegra vímuefna þótt dregið hafi úr því á undanförnum árum að varsla lítils magns efnanna hafa ratað fyrir dóm.Vísir/Vilhelm „Með því að afnema mögulega refsingu vegna vörslu skammta ólöglegra vímuefna ætlaða til einkanota væri stigið stórt skref í átt að viðhorfsbreytingu í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem notar vímuefni, lögleg sem ólögleg. Vísindarannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að refsingar hafa lítil sem engin áhrif til breytingar á hegðun einstaklinga heldur eru margir aðrir samverkandi persónubundnir þættir sem hafa áhrif á áhugahvöt einstaklings til breytinga. Þess skal getið að samhliða afnámi refsinga fyrir vörslu vímuefna er mikilvægt að uppbygging úrræða og þjónustu eigi sér stað þar sem markmiðið væri að auka aðgengi jaðarsettra einstaklinga sem nota vímuefni að grunnheilbrigðisþjónustu út frá sértækum þörfum þeirra,“ segir í umsögn heilbrigðisráðuneytisins. Með breytingar á lögum nr. 65/1974 um ávana-og fíkniefni séu að Varsla áneysluskömmtum verði ekki refsiverð. „Ráðherra verði gert með reglugerð að kveða á um hvaða magn ávana-og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta. Heimild lögreglu til upptöku efna nái ekki til þeirra efna sem séu í vörslu einstaklinga yfir 18 ára aldri þegar magn efnanna erinnan þess sem telst getur til eigin nota,“ segir í lýsingu heilbrigðisráðuneytisins á markmiðum væntanlegs frumvarps. Umsagnafrestur við við áform heilbrigðisráðherra er frá og með deginum í dag 19. janúar fram til 31. janúar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Lögreglumál Kannabis Tengdar fréttir Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. 26. nóvember 2020 13:31 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Áformin eru í samræmi við þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir yfirstandandi þing og til breytinga á lögum um ávana- og fíkinefni frá árinu 1974. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir breyttum áherslum í málaflokknum og var frumvarp hennar um neyslurými fyrir fólk sem sprautar fíkniefnum í æð samþykkt á Alþingi í fyrra. Í skýringum um lögleiðingu neysluskammta segir í samráðsgáttinni: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir breytingum í átt til skaðaminnkunar í ávana- og fíkniefnamálum í ráðherratíð sinni.Vísir/Vilhelm „Á undanförnum áratug hefur orðið vart við viðhorfsbreytingu í vímuefnamálum á heimsvísu þar sem efasemdir um gagnsemi hinnar alþjóðlegu baráttu gegn vímuefnum hefur farið vaxandi. Áhrifa þessara viðhorfsbreytinga hefur einnig orðið vart hér á landi og undanfarin ár hefur afglæpavæðing neysluskammta verið áberandi í samfélagsumræðu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þess getið að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Mikilvægt er að leggja áherslu á skaðaminnkun og að draga úr neyslu- og fíknivanda.“ Refsistefnan hefur ekki virkað Einn liður í því sé að líta á neytendur ávana- og fíkniefna sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Skaðaminnkun gagnist fólki sem noti vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Samkvæmt núgildandi lögum ber lögreglu að sekta og eftir atvikum ákæra fólk fyrir vörslu ólöglegra vímuefna þótt dregið hafi úr því á undanförnum árum að varsla lítils magns efnanna hafa ratað fyrir dóm.Vísir/Vilhelm „Með því að afnema mögulega refsingu vegna vörslu skammta ólöglegra vímuefna ætlaða til einkanota væri stigið stórt skref í átt að viðhorfsbreytingu í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem notar vímuefni, lögleg sem ólögleg. Vísindarannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að refsingar hafa lítil sem engin áhrif til breytingar á hegðun einstaklinga heldur eru margir aðrir samverkandi persónubundnir þættir sem hafa áhrif á áhugahvöt einstaklings til breytinga. Þess skal getið að samhliða afnámi refsinga fyrir vörslu vímuefna er mikilvægt að uppbygging úrræða og þjónustu eigi sér stað þar sem markmiðið væri að auka aðgengi jaðarsettra einstaklinga sem nota vímuefni að grunnheilbrigðisþjónustu út frá sértækum þörfum þeirra,“ segir í umsögn heilbrigðisráðuneytisins. Með breytingar á lögum nr. 65/1974 um ávana-og fíkniefni séu að Varsla áneysluskömmtum verði ekki refsiverð. „Ráðherra verði gert með reglugerð að kveða á um hvaða magn ávana-og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta. Heimild lögreglu til upptöku efna nái ekki til þeirra efna sem séu í vörslu einstaklinga yfir 18 ára aldri þegar magn efnanna erinnan þess sem telst getur til eigin nota,“ segir í lýsingu heilbrigðisráðuneytisins á markmiðum væntanlegs frumvarps. Umsagnafrestur við við áform heilbrigðisráðherra er frá og með deginum í dag 19. janúar fram til 31. janúar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Lögreglumál Kannabis Tengdar fréttir Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. 26. nóvember 2020 13:31 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. 26. nóvember 2020 13:31
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00