Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:08 Runólfur Þórhallsson er einn þeirra sem stóð að gerð skýrslunnar. Hann segir að farið verði í frekari rannsóknir og átak til að bæta stöðuna. Vísir/Arnar Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður. Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira