Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 18:21 Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands fyrir stuttu. Twitter Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08