Tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 19:36 Stella Sigurðardóttir verður í leikmannahópi Fram er Olís-deild kvenna fer aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Stella er ef til vill ryðgaðri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hún hefur ekki leikið handbolta síðan tímabilið 2013-2014. Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32
Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33