Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 15:26 Joe Biden verður ekki skotaskuld úr því að safna fylgjendum en það er alls óvíst að hann fái hörðustu stuðningsmenn Trump til að verða vinir @POTUS á ný. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15
YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49