„Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 16:30 Goran Sogard Johannessen og félagar í norska landsliðinu töpuðu fyrsta leik sínum á HM og hafa auk þess verið mjög ósáttur með skipulag og smitvarnir mótsins. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi. Kórónuveirusmit hafa sett sinn svip á mótið síðustu daga. Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn