Innlent

250 milljónir í nýtt gras­æfinga­svæði Fram í Úlfarsár­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu segir að framkvæmdum við íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal gangi vel. Uppsteypu sé lokið, innanhússfrágangur kominn á fullt og verklok áætluð um mitt ár 2022.
Í tilkynningu segir að framkvæmdum við íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal gangi vel. Uppsteypu sé lokið, innanhússfrágangur kominn á fullt og verklok áætluð um mitt ár 2022. Reykjavíkurborg

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir vegna nýs grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir með vökvunarkerfi, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 250 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og segir að svæðið verði girt með þar til gerðum girðingum með inngöngu og aksturshliðum sem henta knattspyrnuvöllum.

„Ráðast þarf í jarðvegsskipti á svæðinu og tryggja gott affall regnvatns á völlunum. Ofan á vellina kemur ákveðið jöfnunarlag með þjöppun og þar á ofan sáningarlag.

Svæði Fram í Úlfarsárdal.Reykjavíkurborg

Sáð verður fyrir grasi á æfingasvæðunum en utan valla verður sáð úthagagrasi auk þess sem trjám og runnum verður plantað í gróðurási við vellina til að fegra svæðið og mynda skjól,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að framkvæmdum við íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal gangi vel. Uppsteypu sé lokið, innanhússfrágangur kominn á fullt og verklok áætluð um mitt ár 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×