Norsk handboltahetja um smit á HM: Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 10:01 Ole Erevik stóð í marki Norðmanna á mörgum stórmótum. Getty/Jens Wolf Egyptar eru í miklum vandræðum með að halda HM-búbblunni sinni hreinni og mörgum þjóðum á mótinu finnst lítið vit vera í því sem er í gangi í smitvörnum og öðrum þeim tengdu. Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira