„Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 21:52 Elvar Örn Jónsson þrumar boltanum að marki Portúgals í Egyptalandi í kvöld. EPA/Khaled Elfiqi „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Unnu seinni leikinn en eru úr leik Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Sjá meira
Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Unnu seinni leikinn en eru úr leik Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38
Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35
Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54