„Ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 10:01 Það má búast við hörkuleik í þriðja leiknum á níu dögum á milli Íslands og Portúgals, sem jafnframt er fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi. vísir/Hulda Margrét „Liðin eru búin að læra mikið hvort á annað. Þetta er bara skák, taktík ofan á taktík. Við þekkjum Portúgalana vel núna,“ segir hinn 23 ára gamli Elvar Örn Jónsson fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta. Mikið kemur til með að mæða á Elvari í Egyptalandi en hann er klár í slaginn. Fyrsti leikur er við Portúgal kl. 19.30 í kvöld, en liðin eru nýbúin að vinna sinn leikinn hvort í rimmum sínum í undankeppni EM. Portúgalar gera sér vonir um að geta barist um verðlaun á mótinu. „Mér finnst þetta mjög gott lið. Þeir eru með flotta gaura í öllum stöðum, mjög góðan markmann, og skipulagið þeirra er gott. Við sjálfir hugsum bara um einn leik í einu og okkar fyrsta markmið er að komast upp úr riðlinum. Það byrjar gegn Portúgölunum í þessu þriggja leikja einvígi sem við ætlum að vinna 2-1,“ segir Elvar. Elvar Örn Jónsson segir að vel fari um íslenska hópinn í Egyptalandi, Hótelið sé gott og maturinn ágætur.vísir/Hulda Margrét Aðspurður hvort farið sé að hitna í kolunum eftir tvo leiki við Portúgal á skömmum tíma, í þríleik sem hófst á því að Portúgalar lömdu Alexander Petersson úr leik með fólskulegum hætti, segir Elvar: „Við ætlum ekkert að láta þá komast upp með það. Við mætum þeim af hörku og ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa. Ekki kannski í nákvæmlega sömu mynt, en markmiðið okkar er að fá sigur.“ Sjúkraþjálfararnir í yfirvinnu Það er óvanalegt að lið mæti á stórmót eftir að vera nýbúin að spila í undankeppni, með tilheyrandi ferðalögum, en Elvar segir strákana okkar ferska. Sjúkraþjálfararnir Jóndi og Elli, eða Jón Birgir Guðmundsson og Elís Þór Rafnsson, sjái til þess: „Sjúkraþjálfararnir eru bara í yfirvinnu þessa dagana við að nudda okkur og gera okkur mjúka. Við erum klárir í þennan þriðja leik á móti Portúgölum. Klippa: Sjúkraþjálfarar í yfirvinnu Í fjarveru Arons Pálmarssonar er mikilvægi Elvars enn meira en áður og hann er í lykilhlutverki á báðum endum vallarins. Þjálfarinn Ágúst Jóhannsson sagði í Seinni bylgjunni í vikunni að segja mætti með góðu móti að Elvar væri mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Finnur hann fyrir mikilli pressu? Gaman ef fólk býst við miklu af mér „Það er bara gaman ef fólk býst við miklu af mér. Ég geri það líka sjálfur, set pressu á sjálfan mig og vona bara að ég standi mig. En mér finnst allir bara mikilvægir í þessu liði. Það þarf hver og einn að standa sig og skila sínu, og við allir að gera enn meira fyrst að Aron er ekki með,“ segir Elvar. Selfyssingurinn hefur staðið sig vel með Skjern í Danmörku og mætir öflugri til leiks en á EM í Svíþjóð fyrir ári síðan: „Já, klárlega. Maður er orðinn árinu eldri og að fara á sitt þriðja stórmót. Þessi reynsla hjálpar manni gríðarlega mikið við að undirbúa sig fyrir leiki og mæta með rétt spennustig og slíkt. Mér finnst ég hafa þroskast sem leikmaður, bæði sóknarlega og varnarlega.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12 „Þetta verður persónulegra“ „Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“ 13. janúar 2021 13:01 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 „Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. 12. janúar 2021 12:51 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Mikið kemur til með að mæða á Elvari í Egyptalandi en hann er klár í slaginn. Fyrsti leikur er við Portúgal kl. 19.30 í kvöld, en liðin eru nýbúin að vinna sinn leikinn hvort í rimmum sínum í undankeppni EM. Portúgalar gera sér vonir um að geta barist um verðlaun á mótinu. „Mér finnst þetta mjög gott lið. Þeir eru með flotta gaura í öllum stöðum, mjög góðan markmann, og skipulagið þeirra er gott. Við sjálfir hugsum bara um einn leik í einu og okkar fyrsta markmið er að komast upp úr riðlinum. Það byrjar gegn Portúgölunum í þessu þriggja leikja einvígi sem við ætlum að vinna 2-1,“ segir Elvar. Elvar Örn Jónsson segir að vel fari um íslenska hópinn í Egyptalandi, Hótelið sé gott og maturinn ágætur.vísir/Hulda Margrét Aðspurður hvort farið sé að hitna í kolunum eftir tvo leiki við Portúgal á skömmum tíma, í þríleik sem hófst á því að Portúgalar lömdu Alexander Petersson úr leik með fólskulegum hætti, segir Elvar: „Við ætlum ekkert að láta þá komast upp með það. Við mætum þeim af hörku og ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa. Ekki kannski í nákvæmlega sömu mynt, en markmiðið okkar er að fá sigur.“ Sjúkraþjálfararnir í yfirvinnu Það er óvanalegt að lið mæti á stórmót eftir að vera nýbúin að spila í undankeppni, með tilheyrandi ferðalögum, en Elvar segir strákana okkar ferska. Sjúkraþjálfararnir Jóndi og Elli, eða Jón Birgir Guðmundsson og Elís Þór Rafnsson, sjái til þess: „Sjúkraþjálfararnir eru bara í yfirvinnu þessa dagana við að nudda okkur og gera okkur mjúka. Við erum klárir í þennan þriðja leik á móti Portúgölum. Klippa: Sjúkraþjálfarar í yfirvinnu Í fjarveru Arons Pálmarssonar er mikilvægi Elvars enn meira en áður og hann er í lykilhlutverki á báðum endum vallarins. Þjálfarinn Ágúst Jóhannsson sagði í Seinni bylgjunni í vikunni að segja mætti með góðu móti að Elvar væri mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Finnur hann fyrir mikilli pressu? Gaman ef fólk býst við miklu af mér „Það er bara gaman ef fólk býst við miklu af mér. Ég geri það líka sjálfur, set pressu á sjálfan mig og vona bara að ég standi mig. En mér finnst allir bara mikilvægir í þessu liði. Það þarf hver og einn að standa sig og skila sínu, og við allir að gera enn meira fyrst að Aron er ekki með,“ segir Elvar. Selfyssingurinn hefur staðið sig vel með Skjern í Danmörku og mætir öflugri til leiks en á EM í Svíþjóð fyrir ári síðan: „Já, klárlega. Maður er orðinn árinu eldri og að fara á sitt þriðja stórmót. Þessi reynsla hjálpar manni gríðarlega mikið við að undirbúa sig fyrir leiki og mæta með rétt spennustig og slíkt. Mér finnst ég hafa þroskast sem leikmaður, bæði sóknarlega og varnarlega.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12 „Þetta verður persónulegra“ „Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“ 13. janúar 2021 13:01 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 „Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. 12. janúar 2021 12:51 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12
„Þetta verður persónulegra“ „Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“ 13. janúar 2021 13:01
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. 12. janúar 2021 12:51