Höfum ekki unnið fyrsta leik á HM í handbolta í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð 2011. Hann var maður leiksins þegar Ísland vann síðasta opnunarleik sinn á HM. Getty/Martin Rose Ísland leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi en strákarnir hafa ekki byrjað heimsmeistaramót á sigri í tíu ár. Íslenska karlalandsliðið vann síðast opnunarleik sinn á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið 2011. Á sama tíma og íslenska liðið vinnur alltaf fyrsta leikinn sinn á Evrópumóti þá hafa fyrstu leikirnir á heimsmeistaramóti jafnan tapast. Ísland byrjaði síðasta HM á handbolta á sigri þegar liðið vann Ungverjaland 32-26 í Himmelstalundshallen í Norrköping 14. janúar 2011 en þetta var fyrsti leikur Íslands á HM i Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þarna þjálfari íslenska landsliðsins eins og nú. Liðið mætti líka inn á mótið sem bronshafi frá því á Evrópumótinu í Austurríki ári fyrr. Ungverjar skoruðu fyrsta markið en Arnór Atlason svaraði með þremur mörkum í röð og íslenska liðið komst í 5-2, 12-6 og var 14-11 yfir í hálfleik. Íslenska liðið var síðan níu mörkum yfir, 32-23, en Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Arnór Atlason skoraði fjögur mörk eins og Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Aron var þarna aðeins tvítugur og blómstraði þarna í fyrsta sinn á stóra sviðinu með sjö glæsilegum langskotum. Aron átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann nýtti sjö af níu skotum og var að auki með tvær stoðsendingar. Aron skoraði fjögur af mörkum sínum á rúmlega fimm mínútna kafla þegar Ísland breytti stöðunni úr 16-14 í 21-16. Frá þessum leik fyrir tíu árum þá hefur íslenska liðið alltaf tapa frumraun sinni á heimsmeistaramótunum og þeim öllum með fjörum mörkum eða meira. Markatala íslenska liðsins í þessum fjórum tapleikjum í röð er -23. Nú er kominn tími á að bæta úr þessu. Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31) HM 2021 í handbolta Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann síðast opnunarleik sinn á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið 2011. Á sama tíma og íslenska liðið vinnur alltaf fyrsta leikinn sinn á Evrópumóti þá hafa fyrstu leikirnir á heimsmeistaramóti jafnan tapast. Ísland byrjaði síðasta HM á handbolta á sigri þegar liðið vann Ungverjaland 32-26 í Himmelstalundshallen í Norrköping 14. janúar 2011 en þetta var fyrsti leikur Íslands á HM i Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þarna þjálfari íslenska landsliðsins eins og nú. Liðið mætti líka inn á mótið sem bronshafi frá því á Evrópumótinu í Austurríki ári fyrr. Ungverjar skoruðu fyrsta markið en Arnór Atlason svaraði með þremur mörkum í röð og íslenska liðið komst í 5-2, 12-6 og var 14-11 yfir í hálfleik. Íslenska liðið var síðan níu mörkum yfir, 32-23, en Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Arnór Atlason skoraði fjögur mörk eins og Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Aron var þarna aðeins tvítugur og blómstraði þarna í fyrsta sinn á stóra sviðinu með sjö glæsilegum langskotum. Aron átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann nýtti sjö af níu skotum og var að auki með tvær stoðsendingar. Aron skoraði fjögur af mörkum sínum á rúmlega fimm mínútna kafla þegar Ísland breytti stöðunni úr 16-14 í 21-16. Frá þessum leik fyrir tíu árum þá hefur íslenska liðið alltaf tapa frumraun sinni á heimsmeistaramótunum og þeim öllum með fjörum mörkum eða meira. Markatala íslenska liðsins í þessum fjórum tapleikjum í röð er -23. Nú er kominn tími á að bæta úr þessu. Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31)
Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31)
HM 2021 í handbolta Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira