Lífið

Leyndarmálin á bak við þættina One Tree Hill

Stefán Árni Pálsson skrifar
One Tree Hill var í loftinu frá árinu 2003 til 2012.
One Tree Hill var í loftinu frá árinu 2003 til 2012.

Unglingaþættirnir One Tree Hill voru sýndir á árunum 2003-2012 og fjölluðu þættirnir um vinahóp sem lenti oft á tíðum í allskonar vandræðum.

Þættirnir voru virkilega vinsælir og horfðu milljónir manna vikulega á þá.

Á YouTube-síðunni MsMojo er búið að taka saman leyndarmálin á bak við þættina sem í raun enginn fékk að vita þegar þættirnir voru teknir upp á sínum tíma:

- Karakterinn Haley átti í raun aldrei að verða söngkona í þáttunum. Framleiðendur þáttanna komust að því fyrir tilviljun að hún gæti sungið og varð það síðan eitt af hennar aðal einkennum í þáttunum. Bethany Joy Lenz fór með hlutverkið.

- Upphaflega átti Chad Michael Murray að fara með hlutverk Nathan Scott og James Lafferty átti að leika Lucas Scott, ekki öfugt eins og var allar seríurnar.

- Chad Michael Murray er í raun hörmulegur í körfubolta þrátt fyrir að vera nokkuð góður í þáttunum.

- Sophia Bush fór með hlutverk Brooke Davis í þáttunum en hún varð heldur betur að hafa fyrir hlutverkinu og mætti alls í áheyrnarprufu í þrígang til að landa hlutverkinu.

- Yfirmaður leikkvennanna í þáttunum reyndi hvað hann gat að láta þeim líka illa við hvor aðra fyrir þættina. Hann dreifði oft á tíðum slúðri um vinnustaðinn til að halda uppi pirringi milli þeirra sem myndi skila sér í þættina. Þær áttuðu sig á þessu og eru allar í dag mjög góðar vinkonur.

- Sophia Bush neitaði ávallt að leika í atriðum þar sem hún átti að vera á nærfötunum. Þrátt fyrir að það hafi verið mjög mikil pressu um slíkt.

- Handritshöfundar þáttanna stunduðu það ítrekað að skrifa handritið um raunverulega erfiðleika sem leikararnir voru í raun að eiga við í einkalífinu.

- Þættirnir áttu fyrst að gerst í Illinois í Bandaríkjunum en endaðu í Norður-Karólínu.

- Upphaflega áttu þættirnir að vera kvikmynd.

- Bethany Joy Lenz varð ávallt að lita hárið á sér enda var hennar karakter dökkhærður. Hún er í raun ljóshærð.

- Aðalleikararnir komu ekki fram í hverjum einasta þætti, fyrir utan þann allra fyrsta.

- Fyrir nokkrum árum skrifuðu átján konur sem unnu við þættina bréf í fjölmiðla þar sem þær sökuðu handritshöfundinn Mark Schwahn um kynferðislega áreitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.