Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 23:04 Stofnanirnar komust í heimsfréttirnar árið 2014 þegar líkamsleifar hundruða barna fundust grafin þar sem áður var rekið heimili fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar. „Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá. Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
„Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá.
Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira