John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 13:17 John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt liðsfélögum sínum, pakistönsku feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali. John Snorri Sigurjónsson Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. Afar slæmt veður hefur verið í hlíðum K2 síðustu daga. Búðir tvö í fjallinu virðast hafa farið einkar illa út úr storminum, ef marka má færslur fjallagarpa á samfélagsmiðlum. Þannig greinir nepalski fjallagarpurinn Nirmal Purja frá því í gær að búðir tvö hafi verið „rústir einar“ þegar hópur hans mætti þangað í gær. Tjöld og allur búnaður hafi eyðilagst og fokið í burt. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að flytja þessar fréttir. Nú þarf ég að endurmeta og endurskipuleggja allt,“ segir Purja í færslu sinni í gær. Hann segir svo frá því í færslu sem birtist nú rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma að það hafi verið mikið reiðarslag að missa af „öðrum toppglugga“. Hópur hans stefni þó enn á toppinn en síðar en áætlað var. Waking up to all the positive messages from you all this morning. Thank you all ! Setbacks are inevitable in life...Posted by Nirmal Purja on Mánudagur, 11. janúar 2021 Sjerpinn Mingma Gyalje og teymi hans eru jafnframt óvissir með framhaldið, að því er fram kemur í færslu hans frá því í gær. „Við erum ekki viss með búðir okkar í sjö þúsund metra hæð. […] Ef tjaldið okkar fauk burt þurfum við að fara heim,“ skrifar Mingma Gyalje. Þá virðist Alan Arnette, sem heldur úti fjallamennskublogginu Alarnette.com, ekki ýkja bjartsýnn á að hóparnir sem freista þess að klífa tindinn hafi erindi sem erfiði. Arnette segir í færslu sinni í gær að John Snorri, sem er í fylgd með feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, eigi litla möguleika á að ná toppnum í svo litlum hóp. „Ég geri ráð fyrir að búnaður þeirra sé farinn svo að öllum líkindum er tilraun þeirra fyrir bí.“ Bundu búnaðinn við klettabelti John Snorri, sem nú er staddur í grunnbúðum K2, segir þó í samtali við Vísi í dag að hann sé viss um að búnaður þeirra félaga sé öruggur. „Það kom mikið ofsaveður hérna og það eru mjög margir hérna, örugglega sjötíu manns í heildina hérna í K2-grunnbúðunum. Mín staða er þannig að ég er búinn að fara með mikið af búnaði, súrefniskúta, tjöld og annað slíkt, í búðir tvö og hef gist þar tvær nætur. Veðurspáin var ekki góð þannig að við fórum aftur niður en tókum allt út úr tjaldinu okkar og bundum allan búnaðinn okkar við klettabelti. Tjaldið okkar er samt væntanlega ónýtt eða mjög illa farið,“ segir John Snorri. „Ég er alveg viss um það að búnaðurinn er í lagi. Sá sem er með mér er búinn að vera í mörgum vetrarferðum. En flestir hér eru í fyrstu vetrarferðunum og fólk ekki að passa sig eða gera sér grein fyrir því hversu mikil ofsaveður eru hérna í gangi. En tjöldin hjá sjerpunum og allur búnaður sem var inni í tjöldunum, súrefniskútar og eldunarbúnaður og aðrar græjur, þetta er allt farið. Þetta er svolítið sérstakt ástand.“ Ætlaði að nýta veðurgluggann til að „toppa“ John Snorri segir að nú sé þó væntanlegur „veðurgluggi“ og hann muni reyna að nýta hans eins og hægt er. „Núna er ég að reikna með að fara upp úr grunnbúðunum beint upp í búðir tvö 13. janúar, eftir tvo daga. Svo 14. janúar er vont veður þannig að við ætlum að reyna að vera í búðum tvö á meðan veðrið gengur yfir. Svo ætlum við að freista þess að leggja línurnar upp í búðir þrjú og koma þangað búnaði í góðu veðri 15. janúar og reyna að gista þar eina nótt. Næsta dag, 16. janúar, er svo hugmyndin að athuga hvort við getum lagt línur upp í búðir fjögur, sem eru síðustu búðirnar áður en maður fer á toppinn,“ segir John Snorri. Yesterday there was a big avalanche that came down K2 and went all the way to Broad Peak, crazy sight to see. In camp...Posted by John Snorri on Mánudagur, 11. janúar 2021 Toppurinn, sem ekki hefur enn tekist að klífa að vetri til, telst þó enn fjarlægur draumur. John Snorri segir að veðrið gegni þar lykilhlutverki. „Þessir háloftavindar detta oft niður um miðjan janúar, eins og við erum að sjá núna reyndar en í alltof litlum glugga. Ég ætlaði að reyna að nýta þennan glugga til að toppa en ég mun ekki geta gert það, því við erum ekki búnir að koma línunum upp í búðir fjögur sem þýðir það að það er ekkert öryggi. En tímabilið endar 21. mars þannig að það er spurning hvort ég geti náð að toppa.“ Góð stemning í grunnbúðunum Þá segir John Snorri að andrúmsloftið í grunnbúðunum sé nokkuð gott, þó að kuldinn geri fólki erfitt um vik. „Það eru einhverjir fimm aðilar hérna sem hafa glímt við frostbit, og einn er farinn út af frostbiti. Og svo veit ég að einn ætlar ekki aftur upp. Þessar fréttir af búnaðinum komu bara í gær en ég er þó ekki að finna það allavega að fólk sé mikið hætt við. En þetta kemur mikið ljós núna í næsta veðurglugga hvernig staðan er raunverulega í fjallinu. Þetta er undir hverjum og einum komið en ég er ekki að finna það að fólk sé mjög órólegt.“ Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Afar slæmt veður hefur verið í hlíðum K2 síðustu daga. Búðir tvö í fjallinu virðast hafa farið einkar illa út úr storminum, ef marka má færslur fjallagarpa á samfélagsmiðlum. Þannig greinir nepalski fjallagarpurinn Nirmal Purja frá því í gær að búðir tvö hafi verið „rústir einar“ þegar hópur hans mætti þangað í gær. Tjöld og allur búnaður hafi eyðilagst og fokið í burt. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að flytja þessar fréttir. Nú þarf ég að endurmeta og endurskipuleggja allt,“ segir Purja í færslu sinni í gær. Hann segir svo frá því í færslu sem birtist nú rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma að það hafi verið mikið reiðarslag að missa af „öðrum toppglugga“. Hópur hans stefni þó enn á toppinn en síðar en áætlað var. Waking up to all the positive messages from you all this morning. Thank you all ! Setbacks are inevitable in life...Posted by Nirmal Purja on Mánudagur, 11. janúar 2021 Sjerpinn Mingma Gyalje og teymi hans eru jafnframt óvissir með framhaldið, að því er fram kemur í færslu hans frá því í gær. „Við erum ekki viss með búðir okkar í sjö þúsund metra hæð. […] Ef tjaldið okkar fauk burt þurfum við að fara heim,“ skrifar Mingma Gyalje. Þá virðist Alan Arnette, sem heldur úti fjallamennskublogginu Alarnette.com, ekki ýkja bjartsýnn á að hóparnir sem freista þess að klífa tindinn hafi erindi sem erfiði. Arnette segir í færslu sinni í gær að John Snorri, sem er í fylgd með feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, eigi litla möguleika á að ná toppnum í svo litlum hóp. „Ég geri ráð fyrir að búnaður þeirra sé farinn svo að öllum líkindum er tilraun þeirra fyrir bí.“ Bundu búnaðinn við klettabelti John Snorri, sem nú er staddur í grunnbúðum K2, segir þó í samtali við Vísi í dag að hann sé viss um að búnaður þeirra félaga sé öruggur. „Það kom mikið ofsaveður hérna og það eru mjög margir hérna, örugglega sjötíu manns í heildina hérna í K2-grunnbúðunum. Mín staða er þannig að ég er búinn að fara með mikið af búnaði, súrefniskúta, tjöld og annað slíkt, í búðir tvö og hef gist þar tvær nætur. Veðurspáin var ekki góð þannig að við fórum aftur niður en tókum allt út úr tjaldinu okkar og bundum allan búnaðinn okkar við klettabelti. Tjaldið okkar er samt væntanlega ónýtt eða mjög illa farið,“ segir John Snorri. „Ég er alveg viss um það að búnaðurinn er í lagi. Sá sem er með mér er búinn að vera í mörgum vetrarferðum. En flestir hér eru í fyrstu vetrarferðunum og fólk ekki að passa sig eða gera sér grein fyrir því hversu mikil ofsaveður eru hérna í gangi. En tjöldin hjá sjerpunum og allur búnaður sem var inni í tjöldunum, súrefniskútar og eldunarbúnaður og aðrar græjur, þetta er allt farið. Þetta er svolítið sérstakt ástand.“ Ætlaði að nýta veðurgluggann til að „toppa“ John Snorri segir að nú sé þó væntanlegur „veðurgluggi“ og hann muni reyna að nýta hans eins og hægt er. „Núna er ég að reikna með að fara upp úr grunnbúðunum beint upp í búðir tvö 13. janúar, eftir tvo daga. Svo 14. janúar er vont veður þannig að við ætlum að reyna að vera í búðum tvö á meðan veðrið gengur yfir. Svo ætlum við að freista þess að leggja línurnar upp í búðir þrjú og koma þangað búnaði í góðu veðri 15. janúar og reyna að gista þar eina nótt. Næsta dag, 16. janúar, er svo hugmyndin að athuga hvort við getum lagt línur upp í búðir fjögur, sem eru síðustu búðirnar áður en maður fer á toppinn,“ segir John Snorri. Yesterday there was a big avalanche that came down K2 and went all the way to Broad Peak, crazy sight to see. In camp...Posted by John Snorri on Mánudagur, 11. janúar 2021 Toppurinn, sem ekki hefur enn tekist að klífa að vetri til, telst þó enn fjarlægur draumur. John Snorri segir að veðrið gegni þar lykilhlutverki. „Þessir háloftavindar detta oft niður um miðjan janúar, eins og við erum að sjá núna reyndar en í alltof litlum glugga. Ég ætlaði að reyna að nýta þennan glugga til að toppa en ég mun ekki geta gert það, því við erum ekki búnir að koma línunum upp í búðir fjögur sem þýðir það að það er ekkert öryggi. En tímabilið endar 21. mars þannig að það er spurning hvort ég geti náð að toppa.“ Góð stemning í grunnbúðunum Þá segir John Snorri að andrúmsloftið í grunnbúðunum sé nokkuð gott, þó að kuldinn geri fólki erfitt um vik. „Það eru einhverjir fimm aðilar hérna sem hafa glímt við frostbit, og einn er farinn út af frostbiti. Og svo veit ég að einn ætlar ekki aftur upp. Þessar fréttir af búnaðinum komu bara í gær en ég er þó ekki að finna það allavega að fólk sé mikið hætt við. En þetta kemur mikið ljós núna í næsta veðurglugga hvernig staðan er raunverulega í fjallinu. Þetta er undir hverjum og einum komið en ég er ekki að finna það að fólk sé mjög órólegt.“
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43
John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01
Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra „Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir. 6. desember 2020 22:53