Innlent

Tveir fluttir með þyrlu á Land­spítalann

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var við Móskarðshnúka vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var við Móskarðshnúka vegna slyssins. Vísir/Einar

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt tvo göngumenn, sem slösuðust á Móskarðshnúkum á þriðja tímanum í dag, á Landspítalann í Fossvoginn og lenti þar fyrir skömmu. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Mikill viðbúnaður var á Móskarðshnúkum vegna slyssins, en beiðni um aðstoð barst frá tveimur göngukonum á þriðja tímanum. Björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla voru á staðnum, auk gæslunnar og stóðu aðgerðir yfir í rúman klukkutíma. Viðbragðsaðilar hafa nú snúið aftur frá Móskarðshnúkum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×