Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45