Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45