Sport

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, enska bikarkeppnin og amerískar íþróttir

Ísak Hallmundarson skrifar
Lukaku og félagar í Inter mæta Roma í hádeginu.
Lukaku og félagar í Inter mæta Roma í hádeginu. getty/Chris Ricco

Það er heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Við hefjum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta kl. 11:30 þar sem Roma tekur á móti Inter Milan í stórleik. Sá leikur er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Þrír aðrir leikir eru sýndir í ítalska boltanum en veislan endar á leik Juventus og Sassuolo kl. 19:45 á Stöð 2 Sport.

Manchester City mætir Birmingham í FA-bikarnum á Englandi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 13:30 og á sama tíma er sýndur leikur Chelsea og Morecambe á Stöð 2 Sport 3. Marine og Tottenham mætast síðan kl. 17:00 á Stöð 2 Sport 3.

Þá er sýnt frá þremur leikjum í NFL-deildinni og einum leik í NBA ásamt PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta og margt fleira á Stöð 2 Sport í dag, alla dagskránna má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×