Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 08:01 Nancy Pelosi á blaðamannafundi á fimmtudag. Getty/Stefani Reynolds Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins segir nauðsynlegt að þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Stefnt er að því að kynna tillöguna á mánudag og er Trump gefið að sök að hafa hvatt til óeirða í þinginu. Fimm létust þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið, þar af ein kona sem var skotin til bana af lögreglu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur við embætti þann 20. janúar næstkomandi. Hann sagði undir þinginu komið að ákveða næstu skref, en honum hefði lengi fundist forsetinn óhæfur til þess að gegna embættinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa 160 þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni skrifað undir tillöguna en flokkurinn er alls með 235 þingmenn í fulltrúadeildinni, og þar af leiðandi meirihluta. Undirbúningur að tillögunni hófst strax á miðvikudag þegar þingmenn voru færðir á öruggan stað eftir að stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins segir nauðsynlegt að þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Stefnt er að því að kynna tillöguna á mánudag og er Trump gefið að sök að hafa hvatt til óeirða í þinginu. Fimm létust þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið, þar af ein kona sem var skotin til bana af lögreglu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur við embætti þann 20. janúar næstkomandi. Hann sagði undir þinginu komið að ákveða næstu skref, en honum hefði lengi fundist forsetinn óhæfur til þess að gegna embættinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa 160 þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni skrifað undir tillöguna en flokkurinn er alls með 235 þingmenn í fulltrúadeildinni, og þar af leiðandi meirihluta. Undirbúningur að tillögunni hófst strax á miðvikudag þegar þingmenn voru færðir á öruggan stað eftir að stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40