Innlent

Í­búar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfs­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvistarf var enn í fullum gangi um klukkan 10.
Slökkvistarf var enn í fullum gangi um klukkan 10. Vísir/Einar

Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir ennfremur að slökkvistarf sé enn í gangi.

Á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að eldur hafi komið upp í dekkjakurli á svæðinu.

Uppfært 11:20: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var búið að slökkva eldinn um klukkan 10:30. Slökkvistarf hafi tekið einhvern tíma en gengið vel.

Í tilkynnningu frá Sorpu segir að talið sé að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Starfsfólk SORPU og verktakar á svæðinu kæfðu eldinn undir verkstjórn Slökkviliðsins með því að moka efni yfir eldinn til að stöðva útbreiðslu hans og kæfa.

Úrgangurinn sem orsakaði íkveikjuna er lífrænn úrgangur á móttökustað sem var lokað og hætt að nota með opnun GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.

Slökkvistarf stendur yfir.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Í nógu hefur verið að snúast hjá okkur undanfarinn sólarhring sjúkrabílarnir okkar voru boðaðir 129 sinnum og þar af...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Friday, 8 January 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×