Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Sylvía Hall skrifar 8. janúar 2021 00:15 Donald Trump sneri aftur á Twitter eftir tímabundið bann. AP/Susan Walsh Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. „Bandaríkin eru, og verða alltaf að vera, þjóð laga og reglna,“ segir Trump í myndbandinu. Það kveður því við annan tón en í því myndbandi sem hann birti í gær, þar sem hann sagðist skilja reiði fólks og ítrekaði fullyrðingar sínar um víðtækt kosningasvindl. Hann sagðist elska þá sem væru að mótmæla, en bað þá um að fara heim. Samfélagsmiðillinn eyddi myndbandinu í kjölfarið, sem og tveimur öðrum færslum, þar sem þær innihéldu ósannar fullyrðingar og voru taldar geta ýtt undir ofbeldi. Í myndbandinu sem birt var nú fyrir skömmu beindi hann orðum sínum að þeim sem réðust inn í þinghúsið. „Til þeirra sem tóku þátt í ofbeldis- og eyðileggingarverkum: Þið eruð ekki fulltrúar okkar þjóðar. Og til þeirra sem brutu lögin, þið munuð gjalda fyrir það.“ Hann segist leggja mikla áherslu á friðsæla valdayfirfærslu þegar Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Hann kallaði þó eftir endurskoðun á kosningalögum þar í landi. „Framboð mitt reyndi allar leiðir til þess að hnekkja úrslitum kosninganna. Mitt eina markmið var að tryggja heiðarleika kosninganna. Með því var ég að berjast svo hægt væri að verja lýðræðið í landinu.“ pic.twitter.com/csX07ZVWGe— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
„Bandaríkin eru, og verða alltaf að vera, þjóð laga og reglna,“ segir Trump í myndbandinu. Það kveður því við annan tón en í því myndbandi sem hann birti í gær, þar sem hann sagðist skilja reiði fólks og ítrekaði fullyrðingar sínar um víðtækt kosningasvindl. Hann sagðist elska þá sem væru að mótmæla, en bað þá um að fara heim. Samfélagsmiðillinn eyddi myndbandinu í kjölfarið, sem og tveimur öðrum færslum, þar sem þær innihéldu ósannar fullyrðingar og voru taldar geta ýtt undir ofbeldi. Í myndbandinu sem birt var nú fyrir skömmu beindi hann orðum sínum að þeim sem réðust inn í þinghúsið. „Til þeirra sem tóku þátt í ofbeldis- og eyðileggingarverkum: Þið eruð ekki fulltrúar okkar þjóðar. Og til þeirra sem brutu lögin, þið munuð gjalda fyrir það.“ Hann segist leggja mikla áherslu á friðsæla valdayfirfærslu þegar Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Hann kallaði þó eftir endurskoðun á kosningalögum þar í landi. „Framboð mitt reyndi allar leiðir til þess að hnekkja úrslitum kosninganna. Mitt eina markmið var að tryggja heiðarleika kosninganna. Með því var ég að berjast svo hægt væri að verja lýðræðið í landinu.“ pic.twitter.com/csX07ZVWGe— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37